Halla ís - 3 1324, 425 Flateyri
4.900.000 Kr.
Bátur/skip
5 herb.
160 m2
4.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
11
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Til sölu: Halla ÍS - 3 (1324) yfirbyggt 160 brúttótonna stálskip, smíðað á Seyðisfirði 1973.

**** Nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma: 839-1600 eða [email protected] ******


Skipið hefur verið notað á Sæbjúgnaveiðar síðustu ár og er tilbúið til þeirra veiða. Eins hefur skipið verið notað til hrefnuveiða síðustu 10 ár og er með leyfi til hrefnuveiða til árins 2023

Vistaraðstaða er góð, nýlega búið að skipta um og gera upp eldhús. Baðherbergi með sturtu, klósetti og vask. Skipstjóraherbergi á eldhúshæð. Fjögur herbergi niðri með kojum og vaski, svefnpláss í heild fyrir 11 menn.
Millidekki var lokað með álklæðningu 1995, millidekk útbúið fyrir inntöku á hrefnukjöti með tilheyrandi skurðarborðum. Einnig stór móttaka á millidekki fyrir sæbjúgu. Lest getur takið allt að 45 stk af 660 ltr körum.
Tvær ljósavélar um borð, báðar í fínu lagi. Aðalvél er af gerðinni Mitsubishi árg. 1991 jafnframt í góðu lagi.
Skipið er skráð 23,42 metrar að lengd og er því innan við 24 metrar. Næganleg áhöfn á skipinu í 14 klst eru einungis tveir menn,  Skipstjóri og yfirvélstjóri. Full áhöfn er skipstjóri, vélstjóri, vélarvörður og stýrimaður. 
Skipið fór í slipp í júní 2019 og er Bolskoðun í gildi til 6 júní 2021, öxulskoðun í gildi til 14 apríl 2021 og þykktarmæling í gildi til 14 júní 2023. Haffæri rann út 20 apríl 2020, en einungis þarf að skoða hina árlegu hluti s.s. björgunargalla, björgunarbáta, lyfjakistu og slökkvitæki til að fá fulla skoðun fram í apríl 2021.
Nýlegur Palfinger krani var settur um borð 2018 ásamt fjarstýringu og nýtist bæði fyrir sæbjúgnaveiðar og hrefnuveiðar

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.