Fasteignamiðlun kynnir eignina Suðurgata 2 - 4, 580 Siglufjörður. Tvö fastanúmer samtals 1.226,6 fm. Í er rekin matvöruverslun á allri neðri hæðinni. Herbergi á annarri og þriðju hæð hússins, sameiginleg baðherbergis- og eldunaraðstaða.
Nánari lýsing:Eignin Suðurgata 2-4 er skráð á tvö fastanúmer sem hér segir hjá FMR:
Eign 213-0854, birt stærð 1083.8 fm. og Eign 222-3192, birt stærð 142,8 fm. Í heildina eru eignirnar samtals því
1226,6 fm. Í minni eigninni er rekin matvöruverslun og er sú verslun einnig hluti af neðstu hæð Suðurgötu 4 sem nemur 394,3 fm. og er í útleigu.Um er að ræða matvöruverlsun, lager, starfsmannaaðstöðu og salerni. Verslun hefur verið rekin í húsinu um árabil og staðsetning hennar í miðbæ Siglufjarðar. Þá er á skipulagi búið að leyfa fyrirhugaða viðbyggingu vestan við húsið að hámarki 120 fm til viðbótar við matvöruverslunin
Í stærri eigninni er gengið inn af götu í stigahús og upp á aðra og þriðju hæð. Hæðirnar eru mjög svipaðar. Nánast allt léttir veggir sem hægt er að opna. Í dag eru 6 svefnherbergi á hvorri hæð um sig. Tvö baðherbergi eru einnig á hvorri hæð. Þá er eldhús, þvottaaðstaða og gestasnyrting. Gólfefni eru mismunandi allt frá því að vera steinn, plastparket, flísar eða dúkur.
Eignin er staðsett í hjarta bæjarins með útsýni yfir torgið. Mikil lofthæð á báðum hæðum, en þó sérstaklega á annarri hæðinni. Stórir gluggar á báðum hæðum sem snúa að torginu á Siglufirði.
Eignin býður upp á mikla möguleika t.a.m. fyrir hótelíbúðir.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Bergmann Jónsson , í síma 8391600, tölvupóstur [email protected]