Suðurgata 61, 580 Siglufjörður
35.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
6 herb.
199 m2
35.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1943
Brunabótamat
53.100.000
Fasteignamat
19.350.000

Fasteignamiðlun kynnir: 
Virkilega fallegt og vel skipulagt þriggja hæða 199,2 m2 einbýlishús að Suðurgötu 61, 580 Siglufirði. Sólpallur á neðri hæð. Stórt baðherbergi á neðstu hæð með stórum sturtuklefa og Sauna klefa. Stórkostlegt úsýni yfir Siglufjörð og fjöllin í kring.


BÓKIÐ SKOÐUN hjá Gunnari Bergmann í síma 839-1600  eða ([email protected]).
                                            
Nánari lýsing:

Forstofa/hol: Komið inn í flísalagða forstofu með fataskápum, gengið inn beint af götu. Þar fyrir innan er gengið inn í bjart hol og teppalögðum stiga upp á efri og neðri hæð.
Baðherberbergi: Baðherbergi á efri hæð með baðkari, flísum á veggjum og gólfi. Loftgluggi á baðherbergi. Hvít eldri innrétting. Baðherbergi á neðstu hæðinni flísalagt bæði veggir og gólf. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Steypur sturtuklefi. Sauna klefi. Mjög rúmgóð hvít baðherbergis innrétting.
Eldhús: Eldhús á miðhæðinni með eldri hvítri innréttingu, eldavél, borðkrókur og gott skápapláss. Parket á gólfum sem komið er á tíma.
Stofur: Setustofa og borðstofa á miðhæðinni, parket á gólfum. Stórir gluggar í stofu sem gera rýmið bjart.  Fallegt útsýni yfir Siglufjörð og fjöllin í kring.
Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi eru á efstu hæðinni og hol sem getur nýst sem sjónvarpsaðstaða eða svefnaðstaða. Parket á öllum golfum. Á miðhæðinni er eitt rúmgott svefnherbergi. Á neðstu hæðinni er sér inngangur þar sem eru tvö svefnherbergi, eitt vinnuherbergi eða geymsla.Annað svefnherbergið er óinnréttað með stein á gólfi Þvottahús inn á stóru baðherbergi þar sem er sauna, stór sturtuklefi og mikið skápapláss. Mjög rúmgott baðherbergi.
Garður: Skjólgóður garður með  palli..

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 75.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.