Vallakór 2, 203 Kópavogur
57.600.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
132 m2
57.600.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2014
Brunabótamat
52.780.000
Fasteignamat
55.250.000

Til sölu rúmgóð þriggja herbergja 132,8 fm íbúð á 1.hæð að Vallakór 2D ásamt stæði í bílageymslu. Tvö stór svefnherbergi.
Íbúðin er laus við kaupsamning. Húsið var allt múrviðgert og málað 2020/2021.

*** Bókið skoðun í síma: 839-1600 eða á [email protected]  ***


Nánari lýsing: Gengið er inn í forstofu með góðum fataskáp. Þaðan er komið inn í opið rými þar sem eldhús er á hægri hönd og rúmgóð stofa á vinsti hönd. Parket á gólfum.
Úr stofu er útgengt út á sérafnotarétt sem fylgir íbúðinni. Úr eldhúsi er gengið út á mjög rúmagóðar suðursvalir sem eru að hluta til yfirbyggðar og skjólgóðar. 
Eldhús: Falleg hvít innrétting, mikið skápapláss. Gott pláss fyrir eldhúsborð/borðstofuborð. Upphengdur háfur fyrir ofan eldavél. Eldavél og ofn.
Hjónaherbergi: Góð stærð með góðu skápaplássi, parketi á gólfi.
Barnaherbergi: Mjög rúmgott og bjart með fataskáp, parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, veggfast salerni, góðar innréttingar, sturtuklefi og baðkar. Þvottahús er innaf baðherbergi.

Sérstæði í bílageymslu fylgir íbúðinni ásamt rúmgóðri geymslu á jarðhæð. Stutt í skóla, leikskóla, verslanir og þjónustukjarna.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.