EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA
Fasteignamiðlun kynnir mjög snyrtilega og vel skipulagða 86 fm 3ja herbergja íbúð á þessum vinsæla stað í Grafarvogi. Eignin hefur fengið gott viðhald að utan og íbúðin svo gott sem öll endurnýjuð árið 2020. Sérinngangur er í íbúð og afgirt sérverönd til suðurs sem er ca. 30 fm. Íbúðarrými er 81.3 fm og sérgeymsla á jarðhæð 4.7 fm. Virkt húsfélag í eigninni sem hefur viðhaldið húsinu vel við síðustu ár.
Mjög stutt er í leikskóla, skóla, þjónustu, útivistarsvæði og stofnbrautir. Spöngin í göngufæri.Nárnari upplýsingar veitir: Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali í síma: 839-1600 eða [email protected]Eign skiptist í:Sérinngang, forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, sérgeymslu og sérverönd.
Nánari lýsing á eign:Sérinngangur er í íbúð af jarðhæð.
Forstofa með góðum fataskápum. Nýjar flísar settar á gólf í forstofu árið 2020.
Stofa/borðstofa er eitt opið og bjart rými og er útgengt úr stofu á afgirta sérverönd(pallur) til suðurs ca. 30 fm sem var byggður 2019. sem nýtist vel sem framlenging á stofu. Harðviðarparket á allri íbúðinni frá Birgisson. Var sett á íbúðina árið 2020.
Eldhús er opið inn í stofu með snyrtilegri eldhúsinnréttingu, efri og neðri skápar og eru nýlegar flísar á vegg milli skápa, nýleg eldhústæki í eldhúsi s.s helluborð, vifta og ofn. Elhúsinnrétting nýlega sprautuð og búið að setja nýja borðplötu.
Tvö góð
svefnherbergi og eru fataskápar uppí loft í báðum herbergjum. Parket á gólfum. Nýjar hurðar í herbergjum frá Birgisson og nýlega búið að skipta um glugga í hjónaherbergi.
Baðherbergi er með flísum á gólfum og veggjum, baðkar með sturtuhengi. Baðherbergi allt endurnýjað 2020 með nýrri innréttingu og flísalögn.
Þvottaherbergi er innan íbúðar með flísum á gólfum og búið er að setja upp innréttingu undir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð í þvottaherbergi.
Sérgeymsla er á jarðhæð í sameign og þar er einnig sameiginleg hjóla/vagnageymsla.
Sameigninlegur garður með húsunum í kring þar sem nýlega er búið að setja nýja girðingu og setja ný leiktæki.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði.
Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5, 101 Reykjavík - [email protected] - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.