Fasteignamiðlun kynnir eignina Hólavegur 17b, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0435 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hólavegur 17b er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0435, birt stærð 123.2 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur [email protected].
Nánari lýsing:
Seljaland er mikið endurnýjuð eign á besta stað á Siglufirði. Eignin er staðsett efst í byggð og því mikið útsýni og lítil truflun. Góður pallur er við eignina með skjólveggjum og stór lóð. Húsið var klætt að utan árið 2019 með alosink bárujárnsklæðningu en 30 ára ábyrgð er á klæðningunni. Skipt hefur verið um hluta af gluggum og aðrir lagaðir og skipt um gler. Einnig var skipt um vatnsbretti utan á gluggum. Þak var endurnýjað árin 2018-19 en þá var skipt um timbur að hluta og skipt um þakrennur. Vatns- og frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar að stórum hluta og drenað hefur verið fyrir ofan húsið. Skipt var um ofnalagnir fyrir einhverju síðan og settar eir lagnir, ýmist er um að ræða pottofna eða venjulega ofna. Að innan voru settar rakavarðar spónarplötur á útveggi annars venjulegar. Nýtt rafmagn hefur verið dregið í rafmagnstöfluna sem er þó gömul á miðhæð en eftir að klára það á neðri hæð. Skipt hefur verið um parket á gólfum bæði á efri og neðri hæð, en á efri hæð hafa verið settar hljóðeinangrandi plötur undir ásamt sérstöku parket undirlagi.
Efri hæð: Efri hæðin samanstendur af andyri, stofa, eldhús, baðherbergi, geymsla og stigi upp á háaloft. Andyri var byggt við fyrir stuttu en flísar eru á gólfum og gott fatahengi. Gangur er flíslagður með panel á veggjum sem hefur verið málaður hvítur og loftaplötum í lofti. Stofa og borðstofa liggja saman í rými með mikið af gluggarými og þar af leiðandi frábæru útsýni. Parket er á gólfi. Eldhús var flutt á milli herbergja fyrir nokkrum árum og var þá skipt um eldhúsinnréttingu, borðplötu, vask, eldavél og ofn. Gamla eldhúsinu sem er inn af eldhúsi var breytt í búr ásamt vinnuherbergi. Nýjir gluggar eru í búri/vinnuherbergi og eldhúsi. Baðherbergi er með opnanlegum glugga sem er nýr. Hvítar flísar eru á veggjum og dúkur á gólfi. Baðkar með sturtublöndunartækjum og sturtuhengi, klósett, vask og lítilli innréttingu. Nýlegar vatnslagnir eru á baðherbergi. Stigi niður á neðri hæð er úr elldhúsi hefur verið parketlagður og stigaþrep lengd.
Neðri hæð: Neðri hæðin samanstendur af inngangi, þremur svefnherbergjum sem hefur þó verið breytt í tvö og þvottahúsi/geymslu. Svefnherbergin eru parketlögð og nýjar krossviðsplötur settar á vegg. Pottofnar eru í herbergjunum en nýlegar lagnir. Þvottahús/geymsla er hrá með góðu hilluplássi. Einnig er köld geymsla sem gengið er inn í að utan sem liggur að þvottahúsi/geymslu. Hurð er þar á milli.
Háaloft er yfir eigninni sem er nýtt sem geymla í dag. Þakgluggi var settur þangað þegar skipt var um þak og því góð birta og fallegt útsýni. Rýminu væri hægt að breyta í herbergi.
Stór og rúmgóður sólpallur er vestan og sunnan megin við hús ásamt gróðri vaxinni lóð með miklum möguleikum.