Vallarbraut 2, 580 Siglufjörður
39.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
2 herb.
73 m2
39.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2023
Brunabótamat
0
Fasteignamat
6.470.000

Fasteignamiðlun kynnir eignina Vallarbraut 4, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-0203, fastanúmer 252-5740 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Vallarbraut 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 252-5740, birt stærð 73,7 m2.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur [email protected].


Húsin við Vallarbraut 2, 4 og 6 eru tveggja hæða hús. Íbúðirnar eru 2ja-4ra herbergja með tengi fyrir þvottavél inn á baði. Séreignar geymsla ásamt vagna- og hjólageymslu er í sameign á fyrstu hæð. Fimm íbúðir eru í hverju húsi. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Votrými skilast með flísum á gólfi. 

Nánar um íbúð: 
Vallarbraut 4 íbúð 0203 sem er 73,7 m2. og ásett verð 39.900.000 kr. Stenst skilyrði hlutdeildarlána.

Íbúð 0203 er 2ja herbergja íbúð á annarri hæð. Tengi fyrir þvottavél er inn á baðherbergi. Geymsla, vagna- og hjólageymsla eru í sameign á fyrstu hæð. 73,7 m2 Verð: 39.900.000 kr.* *Fullbúin án gólfefna. Votrými skilast með flísum á gólfi.

Forstofa er flísalögð með fataskápum og er aflokað með hurð.
Baðherbergi er flísalagt á gólfi og tveimur veggjum þar sem sturta er staðsett og í botni. Baðinnrétting er sérsmíðuð frá HTH, plasthúðuð (CPL) og borðplata er plasthúðuð spónarplata. Klósett er upphengt, handklæðaofn á vegg og handlaug fer ofan í borðplötu. Sturtuþil er fyrir sturtu og er úr hertu gleri. Þvottahús er inn í baðherbergi með innréttingum úr HTH.
Eldhús er með sérsmíðaðri innréttingu frá HTH palsthúðuð (CPL) og plasthúðaðri spónarplötu sem borðplötu. Innrétting skilast með vaski og blöndunartækjum, spanhelluborði, háf eða viftu frá Ormson.
Stofa og borðstofa liggja saman og opið er inn í eldhús. Gengið er út á 5,8m2 svalir frá stofu en hurð er úr ál/trékerfi. 
Svefnherbergin er eitt og skilast með fataskápum frá HTH.
Bílastæðin sem fylgja húsinu eru 10 talsins en möguleiki verður á að setja upp rafhleðslu. Gönguleið upp á húsinu verður hellulögð með snjóbræðslu. 


Skilalýsing verktaka: 
Almenn lýsing
Um er að ræða íbúðarhús á tveimur hæðum, alls 5 íbúðir. Aðkoma íbúa er sunnan megin við bygginguna þar sem bílastæði eru samtals 10. Tvö bílastæði fylgja hverri íbúð. Á jarðhæð er lagna, tækni og vagnageymsla. Þar eru geymslur fyrir hverja íbúð, samtals 5. Lóðinni er ekki skilað með hjólastæði. Sorpskýli er staðsett á lóðinni, 2 tunnur á hverja íbúð, samtals skýli fyrir 10 tunnur. Í öllum íbúðum er aðstaða fyrir þvottavél inni á baðherbergi og því ekki gert ráð fyrir sameiginlegu þvottahúsi í byggingunni. Allar íbúðir eru með sér inngang. Íbúðir á 1.hæð hafa sérnotareiti, en íbúðir á efri hæð hafa hefðbundnar svalir. Aðalbyggingarefni hússins er timbur, gler og járnmálmur.
Burðarkerfi og uppbygging byggingarhluta
Útveggir eru úr timburveggjaeiningum, byggðir upp úr timburgrind sem er einangruð með steinull á milli, að utanverður klæddur með timbur-eða báruálsklæðningu, að innanverður klædd gipsplötum.
Botnplata er steypt. Gólf yfir 1.hæð er timburgólf með steinull á milli og klætt að neðanverðu með gipsplötu. Gert er ráð fyrir að votrými og anddyri séu flísalögð og önnur rými verði parketlögð. Gert er ráð fyrir gólfhitalögn á báðum hæðum.
Veggir og loft.
Útveggir íbúðarinnar eru fínpússaðir og sandsparslaðir. Léttir innveggir eru hefðbundnir heilsparslaðir gipsplötuveggir. Öllum veggjum og loftum verður skilað grunnuðum og með tveimur umferðum af hvítri vatnsmálningu.
Gólfefni
Gólfefni kemur frá Birgisson. Flísar eru af gerðinni Ares Light Grey 60x60 rect. eða sambærilegar.
Flísar eru á gólfum á baðherbergi/salerni, geymslu/þvottahúsi og forstofu/anddyri. Flísar verður á tveimur veggjum þar sem sturtan er staðsett. Öðrum rýmum er ekki skilað með gólfefni.
Innréttingar
Öllum íbúðum er skilað með eldhúsinnréttingum, baðinnréttingum og  fataskápum í svefniherbergjum. Innréttingar eru sérsmíðaðar HTH innréttingar frá Ormsson, plasthúðaðar (CPL).
Borðplata frá Ormsson er úr 40mm þykk plasthúðuð spónarplata (HPL). Hægt er að breyta og bæta við í samráði við ráðgjafa HTH og er þá verðmismunur greiddur af kaupendum og taka kaupendur ábyrgð á breytingum og uppsetningu nýrra innréttinga.
Eldhúsinnrétting skilast með vaski og blöndunartæki, spanhelluborði, háf eða viftu þar sem við á ásamt ofni með blæstri frá Ormsson. Kaupendur geta ákveðið hvort þeir vilji hafa innbyggða uppþvottavél og ísskáp í innréttingu eða ekki.  Íbúðum er hins vegar ekki skilað með ísskáp, uppþvottavél.
Baðherbergi
Á baðherbegjum eru gólf flísalögð ásamt hluta af veggjum eins og fram kemur í gólfefna kaflanum. Sérsmíðuð innrétting HTH frá Ormsson, plasthúðuð (CPL).
Á baðherbergi er handlaug frá Byko sem fer í borðplötuna stærð 50x44 cm, eða sambærilegur. GROHE handlaugstæki Bau Edge eða sambærileg. Handklæðaofn frá Byko 500x940 cm og 350w eða sambærilegur. GB klósettskál vegghengd 50cm, GB klósett seta soft cl. og Skate Cosmopolitan klósett skjöldur, eða sambærilegt. Allt frá Byko.
Sturtubotninn er flísalagður með 80cm. Van Der Berg rennu frá Byko, eða sambærilegt. NP Sturtuþil 90x210cm úr hertu gleri frá Byko eða sambærilegt.
Gluggar og hurðir
Gluggar og útihurðir eru úr ál-/trékerfi. Að innan eru póstar og karmar úr tré, að utan eru þeir klæddir áli. Tvöfalt einangrunargler er í gluggum. Allar innihurðar eru frá Birgisson, hvítar eða spónlagðar. Hvítar yfirfeldar hurðir, m.v. standard hurðargöt, Hurðahúnar: HÚNN/ BEINN 1106 BB MATT
Verandir
Verandir eru fyrir framan hverja íbúð á neðri hæð, allar eru með timburpall (fura).
Hitakerfi og neysluvatnslagnir
Íbúðir verða hitaðar upp með gólfhitakerfi frá Danfoss. Öllum baðherbergjum verður skilað með handklæðaofnum. Heitt neysluvatn verður upphitað kalt vatn frá varmaskipti.
Snjóbræðsla
Snjóbræðsla verður sett í gangstétt frá bílastæðum og í gönguleið að inngöngum/stiga.
Raflagnir
Raflagnir eru lagðar á hefðbundinn hátt í veggjum, lofti og á gólfi. Rafmagns- síma- og sjónvarpslögn fylgir frágengin. Rofar og tenglar eru hvítir.
Greinatöflur verða í hverri íbúð.
Frágangur lóðar og ofanvatnslausnir
10 bílastæði fylgja húsinu. Frágangur á lóðamörkum skal vera í samráði við umráðendur aðliggjandi lóða. Húsum er ekki skilað með grindverkumÍbúðum er skilað með veröndum framan hús.
Bílastæði og innkeyrsla verður malbygguð en gangstétt/gönguleið að húsi verða hellulögð. Gras verður sett á aðra hluta lóðarinnar. Snjóbræðsla verður lögð í gangstétt að húsi. Rafmagnsröri verður komið fyrir í bílastæði þannig að hver íbúð geti sett upp rafbílahleðslu.
Öll efni og vinna skulu vera í samræmi við ÍST staðla og reglugerðir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign) 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.