Stúfholt 1, 105 Reykjavík (Austurbær)
82.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
113 m2
82.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1959
Brunabótamat
51.100.000
Fasteignamat
67.750.000

!!!LAUS VIÐ KAUPSAMNING!!!

Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega og mikið uppgerða fjögurra herbergja og tveggja baðherbergja, 113,9 m2 endaíbúð með tvennum svölum á vinsælum stað í Holtunum í Reykjavík. Íbúðin er á þriðju og efstu hæð í sex íbúða fjölbýlishúsi. Íbúðin er björt, með aukinni lofthæð (2,6m) og stórum gluggum. Frábær staðsetning í göngufæri við fjölbreytta verslun og þjónustu. Klambratún, Hlemmur og Miðbær Reykjavíkur eru í næsta nágrenni.


Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]

Fasteignamat 2024 skv. HMS er 75.700.000kr

Nánari lýsing eignar:
Gengið er að húsinu í gegnum port frá Stúfholti.
Forstofa með fataskáp
Svefnherbergi I er inn af forstofu og er með fataskáp
Eldhús var endurnýjað 2021. Vönduð tæki frá AEG, 80cm helluborð, innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Ofn í vinnuhæð.
Borðstofa er með útgengi á góðar vestursvalir með útsýni að Hallgrímskirkju.
Stofan er mjög rúmgóð og björt.
Svefnherbergisgangur er með tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og þvottahúsi/baðherbergi.
Svefnherbergi II er rúmgott með fataskáp með útgengi á suðursvalir sem snúa út að Skipholti.
Svefnherbergi III er með fataskáp.
Baðherbergi I með glugga. Blá/viðarinnrétting með handlaug, veggspegill, baðkar og vegghengt salerni. Flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús/Baðherbergi II með glugga. Vegghengd salerni og sturtuklefi. Nýleg innrétting með handlaug og aðstöðu fyrir bæði þvottavél og þurrkara.

Möguleiki á að bæta við fjórða svefnherberginu á kostnað stofu.

Gólfefni: Gegnheilt parket lagt í fiskibeinamynstur er á öllum rýmum nema votrýmum sem eru flísalögð.

Stúfholt 1 er þriggja hæða steinsteypt verslunar- og íbúðarhús sem var endurbyggt 1998 og þá var þriðju og efstu hæðinni bætt við. Á jarðhæð, Skipholtsmegin, eru þrjú verslunarpláss en tveimur þeirra hefur verið breytt í íbúðir. Á annarri og þriðju hæð eru alls sex íbúðir. Sameign íbúða er á fyrstu hæð. Þar er hjóla- og vagnageymsla, forstofa og lítil geymsla undir stiga sem er m.a. nýtt sem dekkjageymsla.

Falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á vinsælum og rólegum stað í miðborginni. Öll helsta verslun og þjónusta í göngufjarlægð. Fjölbreytt flóra af kaffi- og veitingastöðum miðbæjarins í nágrenninu ásamt útivistarperlunum Klambratúni og Öskjuhlíðinni.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021 eða [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.