!!!LAUS VIÐ KAUPSAMNING!!!
Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega og mikið uppgerða fjögurra herbergja og tveggja baðherbergja, 113,9 m2 endaíbúð með tvennum svölum á vinsælum stað í Holtunum í Reykjavík. Íbúðin er á þriðju og efstu hæð í sex íbúða fjölbýlishúsi. Íbúðin er björt, með aukinni lofthæð (2,6m) og stórum gluggum. Frábær staðsetning í göngufæri við fjölbreytta verslun og þjónustu. Klambratún, Hlemmur og Miðbær Reykjavíkur eru í næsta nágrenni.Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]Fasteignamat 2024 skv. HMS er 75.700.000krNánari lýsing eignar:Gengið er að húsinu í gegnum port frá Stúfholti.Forstofa með fataskáp
Svefnherbergi I er inn af forstofu og er með fataskáp
Eldhús var endurnýjað 2021. Vönduð tæki frá AEG, 80cm helluborð, innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Ofn í vinnuhæð.
Borðstofa er með útgengi á góðar vestursvalir með útsýni að Hallgrímskirkju.
Stofan er mjög rúmgóð og björt.
Svefnherbergisgangur er með tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og þvottahúsi/baðherbergi.
Svefnherbergi II er rúmgott með fataskáp með útgengi á suðursvalir sem snúa út að Skipholti.
Svefnherbergi III er með fataskáp.
Baðherbergi I með glugga. Blá/viðarinnrétting með handlaug, veggspegill, baðkar og vegghengt salerni. Flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús/Baðherbergi II með glugga. Vegghengd salerni og sturtuklefi. Nýleg innrétting með handlaug og aðstöðu fyrir bæði þvottavél og þurrkara.
Möguleiki á að bæta við fjórða svefnherberginu á kostnað stofu.Gólfefni: Gegnheilt parket lagt í fiskibeinamynstur er á öllum rýmum nema votrýmum sem eru flísalögð.
Stúfholt 1 er þriggja hæða steinsteypt verslunar- og íbúðarhús sem var endurbyggt 1998 og þá var þriðju og efstu hæðinni bætt við. Á jarðhæð, Skipholtsmegin, eru þrjú verslunarpláss en tveimur þeirra hefur verið breytt í íbúðir. Á annarri og þriðju hæð eru alls sex íbúðir. Sameign íbúða er á fyrstu hæð. Þar er hjóla- og vagnageymsla, forstofa og lítil geymsla undir stiga sem er m.a. nýtt sem dekkjageymsla.Falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á vinsælum og rólegum stað í miðborginni. Öll helsta verslun og þjónusta í göngufjarlægð. Fjölbreytt flóra af kaffi- og veitingastöðum miðbæjarins í nágrenninu ásamt útivistarperlunum Klambratúni og Öskjuhlíðinni.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021 eða [email protected]