Hvanneyrarbraut 58, 580 Siglufjörður
32.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
81 m2
32.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1947
Brunabótamat
32.350.000
Fasteignamat
15.600.000

Fasteignamiðlun kynnir eignina Hvanneyrarbraut 58, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 02-02, fastanúmer 213-0554 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hvanneyrarbraut 58 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0554, birt stærð 81.4 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur [email protected].

Um er að ræða fallega íbúð á annarri hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi, með frábæru útsýni á þrjá vegu. Eignin er vel staðsett nálægt sundlaug bæjarins og stutt er í miðbæinn. Eignin samanstendur af 5 íbúðum í heildina, með sameiginlegum inngangi, sameiginlegu þvottahúsi og sameiginlegu þurrk/geymslulofti. Sérgeymslur eru á fyrstu hæð ásamt hitakompu og inngangi austanmegin við eign.
Íbúðin sjálf hefur verið endurgerð frá grunni og var hún gerð fokheld. Nýir innveggir eru einangraðir gipsveggir. Búið er að færa eldhúsið sem nú er orðið hluti af stærra rými sem flæðir inn í stofuna en burðarveggur var fjarlægður og settir upp stálbitar. Útveggir eru klæddir með gipsi og aukaeinangrun með nýjum rafmagns- og tölvulögnum. Einnig hefur rafmagnstenglum verið fjölgað í öllum rýmum. Í íbúðinni eru nýjar; ofna- og neysluvatnslagnir alveg niður í inntak, frárennslislagnir úr íbúð, raflagnir, tenglar, rofar, hitaveituofnar, sólbekkir og gler í íbúð og geymslu. Gluggar eru í góðu ásigkomulagi. Rafmagnstafla er ný og búið að gera ráð fyrir ljósleiðara og búnaði honum tengdum. Gólf var flotað að hluta. Parket er á allri íbúðinni og baðherbergi er flísalagt. Innihurðir eru nýjar með innfelldum fellilokun að neðan og ný eldvarnarhurð er að sameign.
Gengið er inn í anddyri með parket á gólfi. Gangur er parketlagður. Tvö svefnherbergi eru í eigninni bæði parketlögð. Eldhús og stofa eru parketlögð og liggja saman í opnu rými með frábæru útsýni út á sjóinn og fjallagarða. Baðherbergi er flísalagt, bæði gólf og veggir, með sturtu og rými og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Geymsla/svefnherbergi, skráð stærð 13,9m2, er á 1. hæð með góðu gluggarými. Sameiginlegt þvottarými er á efstu hæð og einnig þurrkrými. Stórt rými er á efstu hæðinni sem notað hefur verið sem geymsla í sameign.

Nánari lýsing:
Anddyri: er parketlagt með góðum möguleikum á fatahengi.
Stofa: er samliggjandi með eldhúsi í stóru opnu rými með frábæru útsýni.
Eldhús: er með dökkgrárri innréttingu, dökkri borðplötu, svörtum vaski og gylltum blöndunartækjum. Kæli- og frystiskápur frá Samsung er innbyggður sem og uppþvottavél, ofn og helluborð eru frá Siemens.
Baðherbergi: er með dökkum flísum á gólfi og veggjum. Walk in sturtuklefi, upphengt klósett, handklæðaofn, vaskur og dökkgrá innrétting. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi í innréttingu.
Svefnherbergi: eru tvö mjög rúmgóð með parket á gólfi og góðu gluggarými.
Geymsla: er stór og rúmgóð með góðum glugga.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.





 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.