Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna 270fm, glæsilega og mikið uppgerða neðri sérhæð í tvíbýlishúsi að Vesturgötu 41, 101 Reykjavík með sérinngangi, aukinni lofthæð og aukaíbúð í kjallara sem er í útleigu. Eignin hefur verið mikið uppgerð á fallegan hátt á síðustu árum. Glæsileg rými, hátt til lofts og vítt til veggja. 4 rúmgóð svefnherbergi eru í aðalíbúðinni, 2 samliggjandi stofur, rúmgott endurnýjað eldhús með búri, 2 baðherbergi, rúmgott þvottahús með útgengi út í garð ásamt geymslu. Í hluta af kjallara, undir eldra húsi er 73fm aukaíbúð sem er með 4 svefnherbergjum, borðstofu og eldhúsi. Er í dag í útleigu og er möguleiki á að taka yfir þann leigusamning. Eignin var tekin í gegn að stórum hluta árið 2022. Við húsið er sér innkeyrsla með 2-3 bílastæðum sem tilheyra öllu húsinu. Vinsæl staðsetning í gamla Vesturbænum, stutt í alla helstu verslun og þjónustu með miðborgina og Grandann í göngufæri.
Hér er videó þar sem gengið er í gegnum íbúðina (að undanskyldri aukaíbúðinni) Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2025 skv. HMS er 126.450.000kr
Eignin Vesturgata 41 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 200-1339, birt stærð 207.9fm. Í kjallara eru óskráðir 63fm með fullri lofthæð og í full nýtingu. Samtals eru fermetrarnir því 270,9fm
Aðalíbúð er 195fm og skiptist í 134,5fm hæð og 63fm í kjallara. Aðalíbúð skiptist í.
Aðalhæð: Forstofu, eldhús, búr, 2 samliggjandi stofur, baðherbergi, hol og 3 svefnherbergi -Kjallari: Gengið niður stiga úr holi, sturtuherbergi, salerni, svefnherbergi og þvottahús.
Aukaíbúð: Sérinngangur. Anddyri, baðherbergi, borðstofa, eldhús og 4 svefnherbergi.
Framkvæmdasaga frá eiganda: * 210 fermetra íbúðin tekin í gegn að stórum hluta fyrir utan geymslu og sturtuherbergi árið 2022. Sturtuherbergi tekið í gegn um 2016.
* Í elsta parti hússins allir veggir og loft klæddir með gipsi. Einnig að hluta í nýrri part af byggingu.
* Gólfefni hafa verið endurnýjuð nema í geymslu og sturtuherbergi.
* Allir listar og hurðar hafa verið endurnýjaðar.
* Eldhús og baðherbergi á efri hæð hafa verið endurnýjuð. Öll tæki nýleg.
* Rafmagn endurnýjað að hluta. Bætt við ofnum.
* Lokað inn á milli 210fm íbúðar yfir í 63 fermetra íbúðina. Sú íbúð með sérinngangi og var tekin í gegn að stórum hluta 2016. Er í útleigu 4 herbergi.
Nánari lýsing:
Hæð & Kjallari:1. hæð Anddyri: Harðparket á gólfi.
Eldhús: Rúmgott og glæsilegt nýlega uppgert eldhús með ljósri innréttingu og eyju. Mjög gott skápa og vinnupláss með innbyggðri uppþvottavél ásamt eldavél með gashelluborði.
Búr: Innaf eldhúsi. Hvít innrétting og gluggi með opnanlegu fagi.
Borðstofa: Samliggjandi og opin við stofu með aukinni loftæð. Fallegur hlaðinn hornveggur.
Stofa: Opið inn í borðstofu. Aukin lofthæð. Afar bjart og tignarleg rými.
Hol: Gengið í öll svefnherbergi úr holi. Einnig fallegur stigi niður á neðri hæð.
Svefnherbergi 1: Afar rúmgott með "walk in" fataskáp með skúffum, hillum og fatahengi. Er skv. teikningu 2 herbergi. Búið að fjarlægja millivegg og sameina í eitt stærra herbergi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott.
Svefnherbergi 3: Rúmgott.
Baðherbergi: Fallega uppgert með flísum á gólfi og á veggjum í sturtu. klósett, rúmgóð sturta ásamt fallegri innréttingu með skúffum, skáp og vask, stór spegill fyrir ofan vask.
Kjallari, aðalíbúð.Svefnherbergi 4: Rúmgott
Salerni: Klósett, vaskur og spegill.
Sturtuherbergi: Hliðiná salerni. Sturtuklefi.
Þvottahús: Mjög rúmgott og praktískt þvottaherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Gott skápapláss. Sér inngangur með kattarlúsgu inn í þvottahús. Flísar á gólfi.
Geymsla: Mjög rúmgóð geymsla.
Kjallari - Aukaíbúð um 63 fm - Sérinngangur - Góðar leigutekjur:Stofa og borðstofa í opnu rými. Eldhús í opnu rými. Innrétting með efri skápum og neðri skúffum. Ísskápur, eldavél með helluborði og örbylgjuofn.
4 svefnherbergi: Rúmgóð, dúkur á gólfi.
Falleg og mikið uppgerð stór og rúmgóð sérhæð og kjallari með aukaíbúð. Frábær staðsetning á rólegum og fjölskylduvænum stað í gamla Vesturbænum með alla helstu verslun og þjónustu í göngufjarlægð. Skólar á öllum stigum í nágrenninu ásamt fjölbreyttu íþróttastarfi Reykjavíkurstórveldisins KR í Frostaskjóli..
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected].Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.