Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna 82,2fm, 3ja herbergja íbúð á 1stu hæð með tvennum svölum að Arahólum 6, 111 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-04, fastanúmer 204-9229 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin er björt og rúmgóð með anddyri, 2 svefnherbergjum. Annað er rúmgott með útgengi út á svalir til austurs og góðu skápaplássi, hitt er minna og nýtist vel sem barnaherbergi eða skrifstofa. Rúmgóð stofa með útgengi út á rúmgóðar vestur svalir, eldhús með ljósri innréttingu, baðherbergi með baði & sturtu ásamt þvottahúsi/búri innan íbúðar. Rúmgóð sér geymsla í kjallara. Húsið er allt klætt með sléttum álplötum. Góð 3ja herbergja íbúð á vinsælum stað í Hólunum í Breiðholti. Stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu ásamt skólum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þá er stutt í nýtt og glæsilegt íþróttasvæði ÍR ásamt Breiðholtslaug og World Class.
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]
Eignin Arahólar 6 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 204-9229, birt stærð 82.2 fm, þar af er geymsla í kjallara merkt 0010 skráð 9,3fm. Eignin er upprunalega teiknuð sem 2ja herbergja.
Nánari lýsing:
Anddyri: Rúmgott anddyri með upphengdum snögum.
Hol: Tengir saman öll rými íbúðar.
Eldhús: Ljós innrétting með efri og neðri skápum.Aðstaða fyrir uppþvottavél.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa með útgengi út á rúmgóðar vestur svalir.
Svefnherbergi I: Gott barnaherbergi. Einnig hægt að nýta sem skrifstofu.
Svefnherbergi II: Rúmgott með góðu skápaplássi. Útgengt út á austur svalir.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu, innbyggður sturtuklefi með gler harmonikkuhurð, baðinnrétting með neðri skáp og efri speglaskáp, vaskur og klósett.
Þvottahús: Innaf íbúð. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Upphengdar hillur.
Geymsla: Sér geymsla í kjallara. Rúmgóð, 9,3fm.
Gólfefni: Harðparket á öllum rýmum að undanskildu baðherbergi sem er flísalagt.
Sameign: Þurrkherbergi, sameiginleg geymsla, hjólageymsla og ruslageymsla.
Garður: Gróinn og sameiginlegur garður með Arahólum 2-6.
Um er að ræða rúmgóða og bjarta eign þar sem er stutt er í alla helstu þjónustu og skólar í göngufæri. Stutt er í fallegar göngu- og hjólaleiðir allt um kring.Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.