Fasteignamiðlun kynnir góða, bjarta og vel skipulagða 60,8fm, 2ja herbergja íbúð í lyftuhúsi að Ljósheimum 22, 104 Reykjavík. Eignin skiptist í gang, baðherbergi með sturtu og aðstöðu fyrir þvottavél, svefnherbergi ásamt rúmgóðri stofu samliggjandi og opið við eldhús. Sérgeymsla í sameign á jarðhæð. Á jarðhæð er einnig sameiginleg vagna og hjólageymsla ásamt rúmgóðu sameiginlegu þvottahúsi. Húsið er klætt að utan með steniklæðningu. Aðkoman er mjög snyrtileg og nýlega búið að helluleggja stétt fyrir framan hús og setja snjóbræðslu.Frábær staðsetning í vinsælu hverfi miðsvæðis í Reykjavík með alla helstu verslun og þjónustu ásamt fjölbreyttu íþrótta og tómstundarstarfi í nánasta nágrenni.
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasali í síma 661-6021 eða [email protected]
Eignin Ljósheimar 22 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-2258, birt stærð 60.8 fm, þar af er 3,1fm sérgeymsla í sameign.Endurbætur og viðhald síðustu ára:2020 - Viðhald á gangstétt og snjóbræðsla samþykkt í samstarfi við L-20 klárað 2021
2019 - Þakviðgerðum lauk samkvæmt aðalfundargerð.
2018 - Skipt um rennur og niðurfallsrör.
2012 - Lagnir fóðraðar undir húsi.
1995/96 - Húsið klætt að utan með steniklæðningu
Nánari Lýsing:Gangur: Tengir saman öll rými íbúðar.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sturtuklefi, klósett, vaskur, spegill, upphengdur skápur ásamt aðstaða fyrir þvottavél.
Svefnherbergi: Rúmgott með fataskáp.
Alrými: Fallegt, opið og bjart alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu. Útgengt út á svalir úr alrými.
Eldhús: Innrétting með efri og neðri skápum, ofn, helluborði og vask. Aðstaða fyrir uppþvottavél og ísskáp. Opið við stofu.
Stofa: Opin og rúmgóð. Samliggjandi eldhúsi.
Geymsla: Sérgeymsla á jarðhæð, 3,1fm.
Sameign: Sameiginleg vagna og hjólageymsla á jarðhæð ásamt rúmgóðu sameiginlegu þvottahúsi. Útgengt út í sameiginlegan garð úr þvottahúsi.
Lóð: Sameiginleg bílastæði fyrir framan hús. Stór tyrfður garður fyrir aftan hús. Snjóbræðsla í stétt fyrir framan hús.
Gólfefni: Parket á gólfi í öllum rýmum íbúðar að undanskyldu baðherbergi sem er flísalagt.
Góð 2ja herbergja íbúð í lyftuhúsi á vinsælum stað í grónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Nærþjónusta og verslun allt í kring í nágrenninu, fallegar göngu- og útivistarsvæði í Laugardalnum í nokkra metra fjarlægð ásamt fjölbreyttu úrvali af íþrótta- og tómstundarstarfi. Frábær staðsetning í borginni.Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected].Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.