Gjaldskrá

1.0 Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án vsk sem er 24% til viðbótar skv. gjaldskránni nema annað sé tekið fram.

2.0 Kaup og sala.

A. Sala fasteigna og skipa

a. Almenn sala fasteigna og skráðra skipa 2,0% af söluverði.


b. Sala fasteigna og skráðra skipa í einkasölu 1,65% af söluverði.

c. Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarsölu þ.m.t. birgðir.

d. Skjalagerð vegna bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna 2% af söluverði en þó aldrei lægri en kr. 65.000,- m. vsk.

e. Sala sumarhúsa 2,5% af söluverði auk gagnaöflunar.

2.1 Þóknun fyrir skjalagerð og frágang við eignaskipti þegar hvorug eignin er á söluskrá og kaup hafa átt sér stað utan fasteignasölunnar er 1% söluandvirði fasteignar og skráðs skips, en þó aldrei lægri en kr. 350.000,- án vsk.

3.0 Ýmis skjalagerð og ráðgjöf.

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi.

4.0 Skoðun og mat fasteignar.

Sé fasteign ekki sett í sölu en eign skoðuð og verðmetin reiknast þóknun samkvæmt tímagjaldi en þó að lágmarki kr. 40.000,- m. vsk. fyrir mat á íbúðarhúsnæði en fyrir skoðun og mat á atvinnuhúsnæði greiðast kr. 100.000, m. vsk.

5.0 Leiga fasteigna.

5.1 Auk þóknunar fyrir gerð leigusamnings er þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi og skal hún samsvara mánaðarleigu hins leigða.

5.2 Sé leigusamningur gerður til þriggja ára eða lengri tíma er áskilnaður um hærri þóknun en að ofan greinir.

6.0 Eignaumsýsla og skuldaskil.

Þóknun fyrir vinnu við eignaumsýslu og gerð samninga um skuldaskil, aflýsingar lána og veðflutninga o.þ.h. er samkvæmt tímagjaldi.

7.0 Ýmis ákvæði.

7.1 Sé eign sett í sölu reiknast gagnaöflunargjald kr. 40.000, m. vsk. - vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorðs, ljósrit teikninga og ýmissa skjala.

7.2 Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.

7.3 Tímagjald er kr. 25.000, m. vsk. - pr. klst.

7.5 Umsýsluþóknun er kr. 65.000 m. vsk.