Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega, opna og mikið uppgerða 6 herbergja, 145,3fm hæð með bílskúr í virðulegu og fallegu húsi að Bólstaðarhlíð 5, 105 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 201-3024 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Húsið er steinsteypt, tvær hæðir, kjallari og ris. Húsið er steinað að utan og var það endursteinað árið 2007. Hæðin hefur verið mikið uppgerð á síðustu árum og upphaflegu skipulagi breytt þar sem m.a hol var opnað inn í stofu, Eldhús fært fram í hol, Ofnar fjarlægðir og gólfhiti settur í alla íbúðina, inngangurinn inn í hæðina færður og sett upp ný brunavarnarhurð o.fl. Húsið hefur einnig fengið gott viðhald á síðustu árum þar sem það var m.a. steinað árið 2007, skólp endurnýjað árið 2013, drenað 2013, töppur múraðar 2024 og sett snjóbræðsla í innkeyrslu. Mjög góð fjölskyldu eign í fallegu húsi í afar vinsælu og fjölskylduvænu hverfi í Hlíðunum í Reykjavík með alla helstu þjónustu og verslun innan seilingar, skólar á öllum stigum í nánasta nágrenni, göngufjarlægð í útivistar og náttúruperlurnar Klambratún, Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Þá er íþróttasvæði Reykjavíkurstórveldisins Vals í nágrenninu.
Hér má sjá video þar sem gengið er í gegnum íbúðina
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]Eignin skiptist í: Forstofu, 4 svefnherbergi, eldhús, borðstofa, stofa, baðherbergi, 2 svalir og bílskúr.Eignin Bólstaðarhlíð 5 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 201-3024, birt stærð 145.3 fm, þar af er bílskúrinn 24,5fm. Sérbílastæði er fyrir framan bílskúr.Yfirlit yfir viðhald á Húsinu Bólstaðarhlíð 5.* Húsið vara steinað 2007
* Búið að skipta um frárennslis lagnir (skólp) undir húsi 2013
*Drenlagt 2013
*Gluggar voru yfirfarnir og lagaðir (listar og gler) þar sem þurfti 2019
*Þak yfirfarið, riðhreinsað og málað 2023
*Tröppur múraðar 2024
*Snjóbræðsla í innkeyrsluBreytingar og endurnýjun innan íbúðar 2020 - 2023 c.a.* Burðarveggur fjarlægður og settur upp burðarbiti (hol opnað inn í stofu)
* Eldhús fært fram í hol opið inn í stofu, ný tæki og innréttingar
* Gólfefni endurnýjað á öllum gólfflötum harðparket í stofum og herbergjum, flísar á baði, handgerðar ítalskar terrazo flísar í forstofu
* Baðherbergi gert upp, stór walk in sturta með innbygðum blöndunartækjum
*Ofnar fjarlægðir og gólfhiti settur í alla íbúðina, settar voru einangrandi floré gólfmottur fyrir hitalögnum í gólfu í stað þess að fræsa
*Ný svalahurð á stærri svalirnar
*Ný brunarvarnarhurð sem aðskilur sameignina (nýji inngangurinn)
*Ný rafmagnstafla
*Allar lagnir endurnýjaðar innan íbúðar, rafmagn, hitaveita og neysluvatn
*Nýtt rafmagn lagt í bílskúrinn, rafmagnstafla ný, sett upp hleðslustöð fyrir rafbíla.
*Ný Héðins bílskúrshurð, með gönguhurð (er í pöntun og leiðinni til landsins. Verður sett upp á kostnað seljenda)Nánari lýsing:Forstofa: Rúmgóð. Handgerðar ítalskar terrazo flísar á gólfi.Opinn fataskápur með fatahengi, skúffum og hillum. Útgengt út á vestur svalir.
Eldhús: Innrétting endurnýjuð árið 2020. Ljós innrétting með efri skápum, neðri skúffum, innbyggðri uppþvottavél, innfeldu spanhelluborði, háf með útblæstri, ofni og örbylgjuofni í vinnuhæð. Mikið geymslupláss og mjög gott vinnupláss."Viðarplata á eldhúsbekk og eyju.
Borðstofa: Í framhaldi af eldhúsi. Opin og björt í góðu flæði við bæði eldhús og stofu. Gengið í hjónaherbegi úr borðstofu. Útgengt út á suðursvalir úr borðstofu.
Stofa: Rúmgóð, í tengingu við borðstofu.
Baðherbergi: Uppgert, stór walk in sturta með innbygðum blöndunartækjum, baðinnretting með skúffum og vask.
Hjónaherbergi: Innaf stofu með innbyggðum oppnum fataskáp með fataslá og hillum.
3 barnaherbergi: Öll nokkuð rúmgóð, 8 & 9fm í gólfleti.
Bílskúr: Nýtt rafmagn lagt í bílskúrinn, rafmagnstafla ný, sett upp hleðslustöð fyrir rafbíla utaná sem fylgir með. Stutt að sækja vatn til að tengja í bílskúrinn. Ný Héðins bílskúrshurð, með gönguhurð verður sett upp á kostnað seljenda (búið að panta, er á leiðinni til landsins).
Lóðin er 688,20 fermetrar að stærð, snyrtileg og sameiginleg. Tyrfður garður til suðurs með fallegum trjágróðri. Sér bílastæði fyrir framan bílskúr.
Um er að ræða frábæra fjölskyldueign í fallegu og reisulegu húsi í þessu vinsæla hverfi í Hlíðunum. Stutt er í alla helstu verslun og þjónustu, skólar á öllum stigum í nánasta nágrenni ásamt Íþróttasvæði Vals að Hlíðarenda og frábær útivistarsvæðum Þá er Miðbærinn með allt sem hann hefur uppá að bjóða í göngufjarlægð.Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected].Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.