!!!ATH!!! EIGNIN ER SELD OG FELLUR ÞVÍ FYRIRHUGAÐ OPIÐ HÚS NIÐUR!!!
Fasteignamiðlun kynnir vel skipulagða og bjarta 84fm, 3 herbergja útsýnisíbúð með tvennum svölum á 3 hæð að Ástúni 14, 200 Kópavogur. Sér þvottahús er innan íbúðar. Ástún 14 er fjögurra hæða steypt fjölbýlishús, byggt árið 1980. Sér geymsla á jarðhæð í sameign og sameiginleg hjólageymsla. Sérmerkt bílastæði er á lóð. Húsfélagið á tvær íbúðir sem eru í útleigu og standa undir talsverðum hluta af framkvæmdum á húsinu. Húsið er að stórum hluta klætt álklæðningu að utan. Eignin skiptist í forstofu, hol, 2 svefnherbergi með skápum, eldhús og stofu með léttum hálflokuðum vegg á milli, baðherbergi, þvottahús ásamt sérgeymslu á jarðhæð. Mjög góð og vinsæl staðsetning við Fossvogsdalinn, Kópavogsmegin. Stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu allt í kring, leik-, íþróttasvæði, leiksvæði og skemmtilegar gönguleiðir í Fossvoginum. Þá er leiksólinn Grænatún og Snælandsskóli í nokkra mínútna göngufjarlægð ásamt því að Menntaskóli Kópavogs er í nágrenninu.Eignin Ástún 14 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 205-8700, birt stærð 78.0 fm. Með henni fylgir ca. 6fm. sérgeymsla sem ekki er merkt inn í birtum fermetrum hjá HMS. Samtals er því séreign íbúðar 84fm.Nánari lýsing:
Forstofa: Rúmgóð forstofa með góðu skápaplássi.
Þvottahús: Innaf forstofu. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Hol: Tengir saman flest rými íbúðar.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa með góða tengingu við eldhús. Útgengt út á rúmgóðar svalir.
Eldhús: Rúmgott eldhús með góðu skápa- og vinnuplássi ásamt borðkrók.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum hjá baði.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi II: Gott barnaherbergi með fataskáp.
Geymsla: Sérgeymsla á jarðhæð. Ekki skráð í birtum fermetrum. Er ca. 6fm. Skráð sem séreign í eignaskiptasamningi.
Bílastæði: Sérmerkt bílastæði á bílaplani austan megin við hús.
Garður: Sameiginlegur tyrfður garður fyrir aftan hús.
Húsfélag: Í húsinu er öflugt húsfélag, sem á tvær íbúðir á jarðhæð sem eru leigðar út af húsfélaginu.
Um er að ræða góða, vel skipulagða og bjarta útsýnisíbúð á vinsælum stað við Fossvoginn Kópavogsmegin með fjölbreytta verslun og þjónustu allt í kring. Leik- og grunnskóli í göngufjarlægð ásamt Menntaskóla Kópavogs. Frábær staðsetning miðsvæðis á stór Reykjavíkursvæðinu, stutt í öll bæjarfélög og stutt á stofnbrautir.Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected].Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.