Bjarnastaðir , 320 Reykholt í Borgarfirði
42.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
81 m2
42.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
46.450.000
Fasteignamat
42.300.000

Fasteignamiðlun kynnir 81,8fm sumarhús á Hvítársíðu í Reykholti í landi Bjarnastaða. Bústaður var byggður árið 1989. Byggt var 40fm viðbygging við húsið árið 2022. Einnig fylgir 15 fm gestahús og 8 fm útigeymsla sem ekki er skráð í birta fermetratölu eignar. Um 70fm pallur með heitum potti var nýlega endurnýjaður. Í húsinu er nýlegt eldhús með uppþvottavél og gashelluborði í fallegu opnu og bjötru rými við stofu með aukinni lofthæð og stórum fallegum gluggum sem rammar inn glæsilega og ósnortna náttúruna. Glæsilegt útsýni til austurs út á Langjökul. Í eldri hlut bústaðarins eru 3 svefnherbergi, svefnloft og baðherbergri. Stórbrotin náttúra allt í kring. Eignin stendur neðst við Hvítá og því engir bústaðir fyrir framan bústað sem leiðir til algjörlega ómengaðs útsýnis út á náttúruna. Virkilega fallegt hús á eftirsóttum stað þar sem stutt er í margar náttúruperlur vesturlands eins og Húsafell, Langjökul, Reykholt, Kraumu, Hraunfossar og fleiri staðir  sem vert er að heimsækja.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]

Fasteignamat fyrir árið 2025 skv. HMS er 42.300.000kr.

Eignin Bjarnastaðir Sv.2 - 7 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 210-8725, birt stærð 81.8 fm ásamt 8fm útigeymslu og 14,9fm gestarými sem ekki eru skráð inn í fermetratölu hjá HMS. Heildarstærð húsa er því samanlagt 104,7fm.

Nánari lýsing:
Viðbygging: Byggingarár 2022:

Forstofa: Komið er inn í forstofu með fatahengi. Í viðbyggingunni. Gengið inn í alrými úr forstofu.
Alrými: Stórt, opið og bjart alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu. Mikil lofthæð, glæsilegir gólfsíðir gluggar með stórbrotnu útsýni út á Langjökul og ósnortna náttúruna. Útgengt út á pall til úr alrými. Lýsing í alrými er á brautum, stjórnað með appi í síma eða spjaldtölvu.
Eldhús: Nýlegt eldhúsinnrétting með góðu skápa og vinnuplássi, opið við stofu. Ísskápur, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél og gashelluborð fylgja með eigninni.
Stofa: Opin, rúmgóð og björt með mikilli aukinni lofthæð og stórum gólfsíðum gluggum opið við eldhús. Stórglæsilegt rými með stórbrotnu útsýni römmuðu inn í stóra gólfsíða glugga. Einstaklega fallegt.
Upphaflegur bústaður: Byggingarár ?
Gangur: Gengið upp eitt þrep úr alrými. Gengið í svefnherbergi, baðherbergi ásamt svefnlofts úr gangi.
3 Svefnherbergi: Með tvíbreiðum rúmum 140-160cm.
Baðherbergi: Rúmgott uppgert baðherbergi með sturtuklefa, upphengdu klósetti, baðinnréttingu með skúffum, vask og spegli fyrir ofan innréttingu. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara uppá palli, góð vinnuhæð. Parketflísar á gólfi og flísar á vegg við klósett og sturtu.

Pallur: Um 70fm pallur með heitum potti, gestahúsi og útigeymslu. Endurnýjaður fyrir nokkrum árum.
Bílastæði: Góð aðkoma að húsi. Næg bílastæði við hús.

Gestahús: Með rafmagni. 14,9fm
Útigeymsla: Stendur á palli. 8fm

Gólfefni: Allt endurnýjað árið 2022. Harðparket í öllum rýmum.

Eignin stendur á 2280fm leigulóð. Lóðaleiga er 132000 á ári, vísitölutengd. Landeigendur sjá um mokstur að lóðamörkum á veturna og ruslagámur er inni á svæðinu. Í gildi er lóðarleigusamningur sem er í gildi til 25 maí 2036.

Hitaveita er í húsinu og fylgir eigninni eignarhlutur í hitaveitu á svæðinu. Fast gjald hitaveitu er 11.500 kr. á mánuði ásamt árgjaldi sem greitt er einu sinni á ári. Fasteignagjöld eru um 17500 á mánuði.

Búið er að klæða nýrri hluta hússins með viðhaldsfrírri álklæðningu. Húsinu fylgir klæðning á restina af húsinu sem nýir eigendur geta nýtt kjósi þeir það.


Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.