Lágholtsvegur 3, 107 Reykjavík (Vesturbær)
178.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
6 herb.
187 m2
178.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1982
Brunabótamat
82.750.000
Fasteignamat
125.850.000

Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna einstaklega fallegt og vel staðsett 187,8fm einbýli á 3 hæðum með aukaíbúð í kjallara. Sérbílastæði fyrir framan húsið. Aukin lofthæð og fallegir gluggar eru á miðhæðinni sem gefur húsinu glæsilegt yfirbragð. Rúmgóð stofa með góðri tengingu við eldhús, útgengi út í garð með timburverönd og heitum potti. Þrjú svefnherbergi eru í rishæð ásamt baði. Í kjallara er búið að útbúa aukaíbúð með sérinngangi. Rúmgóð útigeymsla er við innkeyrslu. Fallegt og vel viðhaldið einbýlishús á afar vinsælum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Stutt í fjölbreytta þjónustu, verslun, skóla á öllum stigum, miðbæ Reykjavíkur, Granda, íþróttasvæði KR ásamt fallegum göngu- og hjólaleiðum meðfram sjávarsíðunni.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]


Íbúð í kjallara var standsett árið 2016. Lítið mál að nýta húsið einnig sem eina heild ef vilji er fyrir því.

Nánari lýsing eignarinnar:
Miðhæð: Forstofa - Eldhús - Geymsla - Stofa: Aukin lofthæð, fallegir gluggar og hvítlökkuð upprunaleg gólfborð á aðalhæðinni gefa rýmunum glæsileika og karakter.  
Forstofa: Rúmgóð forstofa með flísum á gólfi og veggfóðri á veggjum. Þaðan er stigi upp á rishæð og niður í kjallara.
Geymsla: Inn af forstofu. Möguleiki á að útbúa gestasalerni.
Eldhús: Samliggjandi við stofu. Falleg hvít innrétting með eyju og vönduðum tækjum. Borðkrókur.
Stofa: Rúmgóð stofa og borðstofa með útgengi út á svalir og viðarverönd með heitum potti.
Aukin lofthæð, fallegir gluggar og upprunaleg gólfborð á aðalhæðinni gefa rýmunum glæsileika og karakter.  

Rishæð: Þrjú svefnherbergi - Baðherbergi:
Gangur: Gengið inn í herbergin þrjú ásamt baðherbergi. Upprunaleg gólfborð á gólfi.
Þrjú svefnherbergi: Rúmgóð herbergi undir súð. Upprunaleg gólfborð á gólfi.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað. Upphengt klósett, Kame innrétting með skúffum, stórum postulínsvaski og stórum spegli. Baðkar með sturtu og sturtugleri. Flísar á gifsplötum.
Geymslurými: Yfir hluta af rishæð og undir súð.

Kjallari: Þvottahús - Herbergi - köld geymsla:
Þvottahús: Undir tröppum með skolvaski.
Herbergi: Mjög rúmgott herbergi. Hægt að tengja við og nýta með aukaíbúð ef vilji er til að stækka hana. Hægt að ganga úr herbergi inn í aukaíbúð.
Köld geymsla: Nokkuð rúmgóð og með rafmagni.

Aukaíbúð: Sérinngangur - Forstofa - Þvottahús - Herbergi - Eldhús - Baðherbergi - Sérverönd:
Sérinngangur: Gengið inn í sér garð vestan megin við hús. Sérinngangur.
Forstofa: Flísar á gólfi. Þvottahús inn af  forstofu.
Þvottahús: Flísar á gólfi. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: IKEA innrétting með uppþvottavél og helluborði. Borðkrókur. Flísar á gólfi og vegg við eldhúsinnréttingu.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Upphengt klósett, sturta, vaskur og upphengdur speglaskápur.
Garður: Sérgarður, viðarverönd.
Íbúð í kjallara var standsett árið 2016.

Útisvæði:
Garður:
Stórt og fallegt útisvæði með viðarverönd að hluta og tyrft að hluta. Hitaveitu heitur pottur.
Geymsluskúr: Rúmgóður geymsluskúr með rafmagni. Pláss fyrir nokkur hjól og einfalt að koma fyrir hleðslu fyrir rafmagnsbíl.
Barnahús: Rúmgott barnahús sem einnig má nota sem geymslu fyrir garðverkfæri.
 
Glæsilegt einbýlishús með aukaíbúð á mjög góðum, rólegum og fjölskylduvænum stað í Vesturbæ Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661-6021, tölvupóstur [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.