Lágholtsvegur 3, 107 Reykjavík (Vesturbær)
169.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
7 herb.
187 m2
169.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1982
Brunabótamat
96.150.000
Fasteignamat
154.400.000

Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna einstaklega fallegt og vel staðsett 187,8fm, 6 herbergja einbýli á 3 hæðum með aukaíbúð í kjallara. Sérbílastæði fyrir framan húsið. Aukin lofthæð og fallegir gluggar eru á miðhæðinni sem gefur húsinu glæsilegt yfirbragð. Rúmgóð stofa með góðri tengingu við eldhús, útgengi út í garð með timburverönd og heitum potti. Þrjú svefnherbergi eru í rishæð ásamt baði. Rúmgóð útigeymsla er við innkeyrslu. Möguleiki á að breikka og lengja innkeyrslu til að fjölga bílastæðum á lóð. Aukaíbúð með sérinngang og sér viðarverönd að austanverðu húsinu. Hægt að leigja hana út sem 2ja herbergja íbúð eða sem 1 herbergja íbúð með eldhúsi, baðherbergi og sér þvottahúsi. Nýting aukaíbúðar einskorðast ekki eingöngu við að nýta sem útleigueiningu. Einnig m.a. hægt að nýta sem mjög góða aðstöðu fyrir unglinginn sem vill og þarf smá næði en þó stutt í foreldrana. Kjallarinn býður upp á afar fjölbreytta nýtingarmöguleika. Glæsileg eign á afar vinsælum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Stutt í fjölbreytta þjónustu nærþjónustu Vesturbæjarins, verslun og skóla á öllum stigum. Þá er miðbær Reykjavíkur og Grandinn í göngufjarlægð ásamt íþróttasvæði Reykjavíkurstóveldisins KR í Frostaskjóli. Stutt í fallegum göngu- og hjólaleiðum meðfram sjávarsíðunni. 

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]

Hér má sjá videó af eigninni

* Glæsilegt og vel viðhaldið hús
* 5 svefnherbergi í húsi, 3 í rishæð og 2 í kjallara (Ef kjallari er ekki nýttur sem aukaíbúð).
* Einstaklega falleg og björt rými - Hátt til lofts og falleg gluggasetning.
* Möguleiki á að nýta kjallara sem 2ja herbergja aukaíbúð eða sem 1 herbergja íbúð.
* Falleg viðarverönd með heitum potti (Hitaveitu)
* Frábær og einstök staðsetning í Vesturbæ Reykjavíkur

Húsið er byggt árið 1925 og stóð þá við Laugaveginn. Árið 1982 er húsið flutt yfir á Lágholtsveginn og sett á nýjan steyptan kjallara. Eru allar lagnir og rafmagn frá þeim tíma og einnig var húsið mikið endurnýjað.
Lóðin er eignarlóð. Mögulega hægt að sækja um leyfi fyrir 20m2 stækkun og til eru teikningar fyrir kvistum á SV hlið hússins.
Bílastæði er aftan við húsið á upphaflegum teikningum.


Framkvæmdir frá 2016 - 2020:
2016: 
- Íbúð í kjallara standsett. IKEA innrétting með uppþvottavél og keramíkhelluborði. Skipt var um einangrun og settar gifsplötur í loftið á milli hæða.
2017
 
- Tveir gluggar á efri hæð á SA hlið árið . Hægt er að opna báða glugga upp á gátt til að komast út (brunastigi geymdur undir rúmi í barnaherbergi).
2018: 
 - Baðherbergi á efri hæð standsett. Sett upp upphengt klósett, sturtubaðkar, Kame innrétting og ítalskar flísar (frá Húsasmiðjunni). Flísarnar eru á gifsplötum og sérstök fúga var notuð til að koma í veg fyrir sprungumyndun vegna eðlilegra hreyfinga í                   timburhúsi.                
2019:
 - Allar innstungur og slökkvarar endurnýjaðir. LED dimmarar í stofu.
* 2020:  
- Skipt var um klæðningu og dúk á öllu húsinu og þaki árið og skipt um timbur þar sem þörf var á.
- Þrír gluggar á NA hlið endurnýjaðir (eldhús og baðherbergi).
- Nýr pallur og geymsluskúr ásamt því að svalir voru stækkaðar fram.
- Heitur pottur var fluttur inn á lóðina og rafmagnshitavír settur í lagnir.
- Skipt var um gler í flestum gluggum á miðhæð og risi.
- Skipt hefur verið um alla ofnakrana. 

Nánari lýsing eignarinnar:
Miðhæð: Forstofa - Eldhús - Geymsla - Stofa: Aukin lofthæð, fallegir gluggar og hvítlökkuð upprunaleg gólfborð á aðalhæðinni gefa rýmunum glæsileika og karakter.  
Forstofa: Rúmgóð forstofa með flísum á gólfi og veggfóðri á veggjum. Þaðan er stigi upp á rishæð og niður í kjallara.
Geymsla: Inn af forstofu. Möguleiki á að útbúa gestasalerni.
Eldhús: Samliggjandi við stofu. Falleg hvít innrétting með eyju og vönduðum tækjum. Borðkrókur.
Stofa: Rúmgóð stofa og borðstofa með útgengi út á svalir og viðarverönd með heitum potti.
Aukin lofthæð, fallegir gluggar og upprunaleg gólfborð á aðalhæðinni gefa rýmunum glæsileika og karakter.  

Rishæð: Þrjú svefnherbergi - Baðherbergi:
Gangur: Gengið inn í herbergin þrjú ásamt baðherbergi. Upprunaleg gólfborð á gólfi.
Þrjú svefnherbergi: Rúmgóð herbergi undir súð. Upprunaleg gólfborð á gólfi.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað. Upphengt klósett, Kame innrétting með skúffum, stórum postulínsvaski og stórum spegli. Baðkar með sturtu og sturtugleri. Flísar á gifsplötum.
Geymslurými: Yfir hluta af rishæð og undir súð.

Kjallari: Þvottahús - Herbergi - köld geymsla:
Þvottahús: Undir tröppum með skolvaski.
Herbergi: Mjög rúmgott herbergi. Hægt að tengja við og nýta með aukaíbúð ef vilji er til að stækka hana. Hægt að ganga úr herbergi inn í aukaíbúð.
Köld geymsla: Nokkuð rúmgóð og með rafmagni.

Aukaíbúð: Sérinngangur - Forstofa - Þvottahús - Herbergi - Eldhús - Baðherbergi - Sérverönd:
Sérinngangur: Gengið inn í sér garð vestan megin við hús. Sérinngangur.
Forstofa: Flísar á gólfi. Þvottahús inn af  forstofu.
Þvottahús: Flísar á gólfi. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: IKEA innrétting með uppþvottavél og helluborði. Borðkrókur. Flísar á gólfi og vegg við eldhúsinnréttingu.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Upphengt klósett, sturta, vaskur og upphengdur speglaskápur.
Garður: Sérgarður, viðarverönd.
Íbúð í kjallara var standsett árið 2016.

Útisvæði:
Garður:
Stórt og fallegt útisvæði með viðarverönd að hluta og tyrft að hluta. Hitaveitu heitur pottur.
Geymsluskúr: Rúmgóður geymsluskúr með rafmagni. Pláss fyrir nokkur hjól og einfalt að koma fyrir hleðslu fyrir rafmagnsbíl.
Barnahús: Rúmgott barnahús sem einnig má nota sem geymslu fyrir garðverkfæri.
 
Glæsilegt hús með aukaíbúð á mjög góðum, rólegum og fjölskylduvænum stað í Vesturbæ Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661-6021, tölvupóstur [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.