!!!EIGNIN ER SELD!!! MIKILL ÁHUGI VAR FYRIR EIGNINNI. EF EIGENDUR SAMBÆRILEGRAR EIGNAR ERU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM ÞÁ ER ÉG MEÐ LISTA YFIR ÁHUGASAMA KAUPENDUR!!!
Fasteignamiðlun kynnir fallega og vel skipulagða 133,9fm, 4ja herbergja neðri sérhæð með sér inngangi að Grenimel 26, 107 Reykjavík. Eigninni fylgir bílskúr sem innréttaður hefur verið sem stúdíóíbúð með sér inngangi og sólpalli. Bílaplan hússins tilheyrir eigninni og eru bílastæði fyrir allt að 2 bíla á bílaplani. Bílaplan er steypt og er uppsett Teslu rafmagnshleðslustöð sem er tengd við rafmagnsmæli eignarinnar. Eignin hefur fengið afar gott viðhald og endurbætur á undanförnum árum bæði að innan sem að utan. Húsið er steinsteypt, kjallari, tvær hæði og ris. Húsið er teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt og fyrrverandi húsameistara ríkissins. Opin og björt rými með fallegum loftlistum sem setja tignarlegan svip á hæðina. Gegnheilt parket með fiskibeinamunstri er öllum gólfum íbúðarinnar nema baðherbergi og forstofu sem eru flísalögð.
HÉR MÁ SJÁ VIDEÓ AF EIGNINNIBókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]Afar vinsæl og fjölskylduvæn staðsetning í Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur með skóla á öllum stigum í göngufjarlægð, góðu og metnaðarfullu íþróttastarfi hjá Reykjavíkur stórveldinu KR. Þá er rómuð fjölbreytt nærþjónusta vesturbæjarins í nokkra skrefa fjarlægð s.s. Melabúðin, Kaffi Vest og Vesturbæjarlauginni sem hefur verið vinsæll samkomustaður í marga áratugi. Þá er miðbærinn með allt sem hann hefur uppá að bjóða einnig í göngufjarlægð.
Eignin Grenimelur 26 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-7122, birt stærð 133.9 fm. Þar af er íbúð merkt 010101 skráð 101,1fm, geymsla merkt 010004 skráð 8fm og bílskúr merktur 020101 skráður 24,8fm.Eignin skiptist í anddyri, hol, 3 svefnherbergi, bað, samliggjandi eldhús, borðstofu og stofu. Í kjallara er sérgeymsla eignarinnar. Bílskúr er skráður 24,8fm en honum hefur verið breitt í stúdíóíbúð með sérinngangi.Viðhald og endurnýjun sl ára: 2021 - Sameign/þvottahús tekið í gegn.
2020/21 - Járn á þaki endurnýjað.
2019 - Frárennslislagnir að lóðarmörkum fóðraðar sem og stammar á öllum hæðum.
2013 - Múrviðgerðir á húsi og það steinað.
2013 - Dren lagt við húsið. Garður lagaður, jarðvegsskipti og tyrft.
Nánari lýsing:Anddyri: Gengið inn um sérinnang. Flísar á gólfi og upphengdir snagar.
Hol: Opið og í góðri tengingu við öll rými hæðar. Fataskápur í holi.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi II: Gott barnaherbergi
Svefnherbergi III: Gott barnaherbergi
Baðherbergi: Gert upp árið 2019. Bað með sturtu og glervegg. Baðinnrétting með skúffum, innbyggðum vaski og speglaskáp fyrir ofan vask. Upphengdur handklæðaofn. Munstraðar flísar á gólfi og ljósar flísar á veggjum.
Eldhús: Endurnýjað og fært inn í borðstofu fyrir ca. 10 árum. Ljós innrétting með efri og neðri skápum. Innbyggð uppþvottavél, aðstaða fyrir tvöfaldan ísskáp, Opera gaseldavél og háfur fyrir ofan. Kvartz steinn á eldhúsbekk og undirímdur vaskur. Gott pláss fyrir stórt borðstofuborð. Samliggjandi stofu.
Stofa: Opin, rúmgóð og björt með fallegum listum í lofti ásamt fallegum frönskum glugga til vesturs. Gluggar í tvær áttir, suðurs og vesturs sem gefur gefur góða náttúrulega birtu. Samliggjandi með eldhúsi.
Stúdíóíbúð: Búið að útbúa stúdíóíbúð með sérinngangi úr bílskúr. Alrými með baðherbergi með sturtu, vask og klósetti. Í dag er ekki eldhús en allar lagnir og frárennsli eru til staðar til að setja upp eldhúsinnréttingu. Sér viðarverönd fyrir framan inngang í stúdíóíbúðina. Gólfhiti settur í gólf 2023.
Geymsla: Sér geymsla í kjallara. 8fm.
Sameign: Snyrtileg sameign. Sameiginlegt þvottahús með hinum 2 eignunum í húsinu. Skolvaskur í þvottahúsi er séreign eignarinnar.
Garður: Rúmgóður gróin garður fyrir framan hús til suðurs og fyrir aftan hús til norðurs.
Lóðin: 426,2fm að stærð og er leigulóð. Lóðarleigusamningur var endurnýjaður árið 2019 til 75 ára. Á lóðinni er aðkeyrsla að bílskúr frá götu. Eignin á sérafnotarétt af bílaplaninu.
Falleg hæð með auka stúdíóíbúð í vel viðhöldnu húsi á besta stað í vesturbæ Reykjavíkur. Frábær staðsetning með blómlega verslun og þjónustu í nærumhverfinu, skóla á öllum stigum í göngufjarlægð, íþróttasvæði KR á næstu grösum, miðbæ Reykjavíkur í seilingarfjarlægð ásamt fallegum göngu og hjólastígum meðfram Ægissíðunni.Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected].Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.