Fasteignamiðlun kynnir fallega og sjarmerandi 2ja herbergja risíbúð í þríbýlishúsi að Nökkvavog 7, 104 Reykjavík. Eignin er skrá 33,3fm en er töluvert mikið undir súð svo gólflötur er töluvert stærri en uppgefnir fermetrar gefa til kynna. Eignin skiptist í hol, baðherbergi, stofu, eldhús, svefnherbergi og sér geymslu. Húsið stendur á stórri og fallegri lóð innarlega í botnlanga. Fallegt stofurými með viðarbitum í lofti og svefnherbergi er mjög rúmgott. Eldhús er með borðkrók og aðstöðu fyrir þvottavél. Baðherbergi er með sturtu. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús. Sér hita- og rafmagnsmælir fyrir hverja íbúð.
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]
Nökkvavogur er vel staðsettur í Vogahverfinu í Reykjavík. Stutt er í skóla, og alla aðra þjónustu. Verslunarkjarninn í Glæsibæ auk Skeifunnar í göngufæri. Líkamsræktarstöðvar og Laugardalurinn eru í næsta nágrenni. Góð eign fyrir fyrstu kaup.Eignin Nökkvavogur 7 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-2625, birt stærð 33.0 fm - brúttó stærð 67,1fm - nettó stærð 45,7fm
Nánari lýsing:
Gengið er upp stiga úr sameiginlegum stigagangi með mið hæðinni
Hol: Komið inn í hol sem tengir saman baðherbergi, eldhús og stofu.
Stofa: Ágætlega rúmgóð með fallegum viðarbitum í lofti. Gluggar í tvær áttir. Harðparket á gólfi.
Eldhús: Innrétting með efri og neðri skápum, eldavél, vask og aðstöðu fyrir þvottavél / uppþvottavél sem einnig er með tengi fyrir þvottavél, flísar á gólfi. Borðkrókur. Geymslurými undir súð bak við vegg.
Svefnherbergi: Rúmgott með fataskáp. Innbyggt geymslurými undir súð í vegg. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Innbyggð sturta með flísum á vegg, klósett og vaskur.
Geymsla: Geymsla/rými með glugga á stigapalli við inngang íbúðar. Gólflötur 7,4fm
Sameign: Sameiginlegt þvottahús en núverandi eigandi er með þvottavélina í eldhúsi og hefur ekki nýtt sameignlegt svæði í kjallara.
Lóð: Falleg og gróin
592fm leigulóð með lóðarleigusamning frá 15 ágúst 1997 til 75 ára.
Góð 2ja herbergja risíbúð í þríbýlishúsi innarlega í botnlanga í Nökkvavogi. Frábær staðsetning í rólegu og grónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík með fjölbreytta verslun og þjónustu allt í kring.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected].Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.