Fasteignamiðlun kynnir eignina Laugarvegur 37, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0679 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Laugarvegur 37 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0679, birt stærð 120.0 fm. Þar af er 23,9fm bílskúr.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur [email protected].Um er að ræða mikið endurnýjaða
fjagra herbergja íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Eigninni fylgir
bílskúr. Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi, geymslu og bílskúr. Rúmgóðar svalir snúa í suður með aðgangi að garði í sameign. Til sameignar telst stigagangur, hjólageymsla, sorpgeymsla og garður. Búið er að endurnýja vatnslagnir, þak, hluta af gluggum, gólfefni, innihurðar og algjör endurnýjun á eldhúsi.
Forstofa: er í opnu rými með fljótandi parket um eignina.
Eldhús: er í opnu rými með stofu og forstofu. Eldhús er mjög rúmgott með góðu skápaplássi og hefur verið endurnýjað að fullu. Parket er fljótandi um alla eignina utan baðherbergis.
Stofa: er með miklu gluggarými með frábæru útsýni og útgang út á rúmgóðar suður svalir.
Svefnherbergi: eru þrjú með parket á gólfi og góðu gluggarými.
Baðherbergi: er með innréttingu, vask, baðkari, salerni og handklæðaofn. Flísar eru á gólfi og við baðkar.
Þvottahús: er í sameiginlegu rými með íbúð á sömu hæð. En geymsla er aflokuð í sama rými. Gólf er lakkað. Vaskur er í rými og opnanlegur gluggi.
Geymsla: er aflokuð í sameignarrými með íbúð á sömu hæð.
Bílskúr: er 23,9fm að stærð með lökkuðu gólfi og rafdrifinni hurð og ráphurð.
Garður: er í sameign í skjólgóðu rými sunnan við eignina.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.